Hvernig má nota niðurstöður One the mic
Í tæknivæddum heimi er mikilvægt að við hugum vel að mannlega þættinum og sjáum gildi þess í lífi og starfi. Almennt í lífinu notum við svokallaða mjúk færni (e.soft skills). Það er sú færni sem er nauðsynleg til að ná árangri í starfi. Undir þetta flokkast til að mynda: gagnrýn hugsun, úrlausn vandamála, vitræn eða tilfinningaleg samkennd, ræðumennska, fagleg skrif, teymisvinna, stafrænt læsi, leiðtogahæfni, fagleg viðhorf, vinnusiðferði og starfsferilstjórnun.
Þú getur blómstrað sem leiðtogi ef þú hefur þessa mjúku færni. Með henni munt eiga auðveldara með að leysa vandamál, úthluta, hvetja og þróa teymi. Mjúk færni er persónuleg færni í mannlegum samskiptum sem skilgreinir samskipti einstaklings við aðra.
Hvernig hægt er að nota On the Mic?
Hægt er að velja þrjár leiðir til að vinna með sjálfsmatslistann.
Leið eitt
Einstaklingur tekur sjálfsmatið og nýtir sér niðurstöður eftir aðstæðum.
Leið tvö
Einstaklingur tekur sjálfsmatið, fær aðstoð hjá ráðgjafa með næstu skref.
Leið þrjú
Einstaklingur tekur könnun með aðstoð frá fagaðila.
Leið 1: On line -– sjálfskönnun.
a. Nýta má niðurstöðurnar til frekari færni uppbyggingar og koma auga á styrkleika.
b. Könnunin getur gefið vísbendingar um hvernig vinnustaður hentar viðkomandi, út frá færniþáttum.
c. Nýta má niðurstöðurnar sem orðfæri í ferilskrá.
d. Gott að nýta sem upphafspunkt í starfsleit, út frá færniþáttum.
e. Nýta má niðurstöðurnar sem undirbúning fyrir atvinnuviðtalið, fá orðfæri um styrkleika.
Leið 2: On line – sjálfskönnun
a. Könnun framkvæmd.
b. Fáðu aðstoð hjá ráðgjafa við að:
- Ráðgjafi getur aðstoðað við að para saman færni og störf
- Ráðgjafi getur aðstoðað við að finna nám við hæfi út frá færniþáttum
- Hægt er að fá aðstoð við ferilskrárgerð þar sem stuðst er við niðurstöður.
- Ráðgjafi getur aðstoðað við að skoða starfaprófíla fyrir ákveðin störf.
Hér er hlekkur á starfaprófíl fyrir starf í verslun. Þar kemur fram hvaða færni þykir mikilvæg í verslunarstörfum.
c.Leitaðu til náms- og starfsráðgjafa í nærumhverfi til frekari aðstoðar.
- Náms- og starfsráðgjafar vinna í skólum, símenntunarmiðstöðvum og sumum fyrirtækjum.
Leið 3: On line – sjálfskönnun framkvæmd með aðstoð ráðgjafa.
a. Aðstoð fengin við að kortleggja færni með sjálfsmatslista.
b. Aðstoð fengin við að tengja saman færni og störf.
- Ráðgjafi getur aðstoðað við að para saman færni og störf.
- Ráðgjafi getur aðstoðað við að finna nám við hæfi út frá færniþáttum.
- Hægt er að fá aðstoð við ferilskrár gerð þar sem stuðst er við niðurstöður.
- Ráðgjafi getur sýnt hvernig niðurstöður eru notaðar sem orðfæri í atvinnuviðtali. Gott er að æfa atvinnuviðtal.
- Ráðgjafi getur aðstoðað við að skoða starfaprófíla fyrir ákveðin störf.
c.Leitaðu til náms- og starfsráðgjafa í nærumhverfi til frekari aðstoðar.
- Náms- og starfsráðgjafar vinna í skólum, símenntunarmiðstöðvum og sumum fyrirtækjum.