Velkomin í færnimöppuna

Velkomin í rafrænu færnimöppuna þína. Hún er þér að kostnaðarlausu og hönnuð til að halda utan um sjálfsmat þitt þekkingu og hæfni.

On the Mic er alhliða sjálfsmatstæki sem gerir þér kleift að halda utan um formlaust og óformlegt nám sem þú hefur öðlast á lífsleiðinni. Markmiðið er að útbúa rafræna færnimöppu sem tekur saman niðurstöður sjálfsmatslistanna, sem og heldur utan um þá færni og hæfni sem þú hefur öðlast á lífsleiðinni. Þegar þú hefur lokið báðum sjálfsmatsprófunum birtast niðurstöður þínar í rafrænu færnimöppunni þinni.

Með þessu hefur þú öflugt úrræði innan seilingar þegar þú leggur af stað í atvinnuleit. Úrræðið  heldur utan um náms- og starfsþróun þína. Með rafrænu færnimöppunni þinni öðlast hugsanlegir vinnuveitendur skjóta og heildstæða innsýn í færni þína, sem gerir þeim kleift að meta styrkleika þína.

Fyrir utan notagildi þess í atvinnuumsóknum er verkfærið einnig hannað til að auðvelda þér að halda utan um færni þína og hæfileika. Nýttu þér kosti umhverfisvænna lausna í formi rafrænnar færnimöppu.

  • Skapaðu tengsl: Myndaðu tengslanet við aðra þátttakendur og ræktaðu stuðningsnet til að auka vegferð þína.
  • Bein samskipti: Vertu í beinum tengslum við aðra og ýttu undir  samræður sem beina  markmiðum   þín í rétta átt.
  • Sérsniðin þróun: Búðu til þína eigin rafrænu færnimöppu, sem endurspeglar ferðalag þitt, afrek og væntingar.

Hvort sem þú ert: að leita að atvinnu, í sjálfsstyrkingu, að styrkja þig faglega, þá er rafræn færnimappa sérsniðin til að styðja þig. Velkomin í heim sjálfsuppgötvunar og styrkingar. Ferðalagið þitt byrjar hér.

Sjálfsmat

Metum okkur sjálf

MIC aðstoðar

Óformlegt nám

Þetta sjálfsmatstæki gerir þér kleift að meta færni þína og hæfni sem þú hefur öðlast með óformlegu námi. Óformlegt nám er skipulagt nám sem hefur hvorki námskrá, faggildingu né vottun.

Markmið nemandans er að auka færni og þekkingu á viðfangsefni sem drifið er áfram af áhugahvöt. Dæmi um óformlegt nám er ýmiskonar félagsstarfsemi, svo sem; skátar, tómstundanámskeið, fullorðinsfræðsla, íþróttir, líkamsrækt og námskeið tengd starfsþróun.

Með hjálp þessa sjálfsmats fær einstaklingur upplýsingar um það sem hann/hún gæti lært eða uppfært til að ná markmiðum sínum.

Formlaust nám

Þetta sjálfsmatstæki gerir þér kleift að meta færni þína og hæfni sem þú hefur öðlast með formlausu námi.

Formlaust nám er sjálfstýrt nám eða það sem þú lærir af reynslu.

Formlaust nám er algengt í samfélögum þar sem einstaklingar hafa tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í samfélaginu.

Sjálfsmat í formlausu námi gefur persónulegri sýn á einstaklinginn, áhugamál hans og drifkraft.

Með hjálp þessa sjálfsmats fær einstaklingur upplýsingar um það sem hann/hún ætti að læra eða uppfæra til að ná markmiðum sínum.

eye@2