Nú skulum við sjá hvar við stöndum!
MIC mun aðstoða!
Óformleg námsfærni
Þessi sjálfsmatslisti aðstoðar okkar við að koma auga á óformlega færni og þekkingu sem þú hefur öðlast á lífsleiðinni. Óformlegt nám er það nám sem þú hefur öðlast utan hins formlega menntakerfis.
Markmið nemandans gæti verið að auka færni og þekkingu, sem og uppgötva áhuga sem fylgir aukinni kunnáttu á viðfangsefni eða opna nýjar leiðir í námi. Dæmi um óformlegt nám gæti verið í gegnum skipulagt íþrótta-og tómstundastarf, ýmis félagasamtök, fullorðinsfræðslunámskeið, s.s. símenntunarmiðstöðvar og sjálfboðaliðastarf, s.s. björgunarsveitir og Rauða krossinn.
Með aðstoð þessa sjálfsmatslista fær einstaklingurinn betri tilfinningu um hvar styrkleikar hans og færni liggja, sem gæti aðstoða hann við að ná markmiðum sínum.
Óformleg lífsfærni
Sjálfsmatslistinn kortleggur færni sem við höfum öðlast í gegnum óformlegt nám.
Óformlegt nám er sú þekking og kunnátta sem þú hefur öðlast í gegnum lífsreynslu.
Óformlegt nám er algengt í samfélögum, þar sem fólk hefur tækifæri til að taka þátt í félagsstarfi.
Sjálfsmatslistinn gefur einstaklingsbundna sýn á hvar áhugahvöt og drifkraftur einstaklingsins liggur.
Með hjálp þessa sjálfsmats fær einstaklingur upplýsingar um það sem hann ætti að læra eða uppfæra til að ná markmiðum sínum.